" rel="stylesheet" type="text/css">

 

Flugklúbbur Íslands ehf. var stofnaður í janúar árið 2003. Stofnendur eru þrír atvinnuflugmenn sem vildu veita flugmönnum aðgang að fjölbreyttum flugvélaflota og öðlast með því möguleika á að viðhalda flugmannsréttindum sínum og fljúga góðum flugvélum á ódýran hátt.

Markmið Flugklúbbs Íslands eru m.a. að stuðla að auknu einkaflugi á Íslandi, bjóða félögum sínum greiðan aðgang að góðum flugvélum á viðráðanlegu verði sem og standa að öflugu og skemmtilegu félagsstarfi innan klúbbsins.

Nú stendur þér til boða að gerast félagi í Flugklúbbi Íslands. Aðild að klúbbnum kostar 350.000,- kr. og mánaðarleg félagsgjöld eru 9.950,- kr. Sem félagi hefur þú aðgang að flugvélum og félagsaðstöðu klúbbsins. Við höfum trú á að með fjöldanum skapist svigrúm til að gera klúbbinn að skemmtilegum vettvangi fyrir flugmenn og fjölskyldur þeirra. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar, þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á fly@fly.is.

 

Stjórn Flugklúbbs Íslands ehf.