Hvað fæ ég sem félagi í klúbbnum? 1. Aðgang að flugvélum klúbbsins 2. Ódýrari flugtíma 3. Þarf ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi véla eða skýlismálum 4. Góðan félagsskap
Hvað fæ ég fyrir að kynna til nýjan félaga? 1. Ákveðið var að hver sá sem kynnir til nýjan félaga fái 20.000 kr. í þóknun
Hvað kostar það mig að gerast félagi? 1. Við inngöngu 350.000 kr. sem er aðildargjald við inngöngu í félagið. 2. Mánaðarlegt félagsgjald eru 9.950 kr. á mánuði og er til að greiða eftirfarandi: kaskótryggingar, árskoðanir flugvéla, skýlisleiga, aðstöðuleiga, skrifstofukostnaður og félagsmannasjóður
Hvað ræður verði á flugtímagjaldi? 1. Bensín og olíukostnaður 2. 50 & 100 tíma skoðanir 3. Mótorkostnaður 4. Loftskrúfukostnaður 5. Radíókostnaður 6. Varahlutir
Hvað þarf ég að hafa marga flugtíma til að gerast félagi ? 1. Þú þarft enga flugtíma til að gerast félagi en mismunandi marga flugtíma eftir tryggingarskilmálum hverrar flugvélar fyrir sig til að fá að fljúga viðkomandi vél.
Hvaða takmarkanir eru á hversu mikið ég get flogið ?
1. Eftir að 90 flugtímum er náð má aðeins bóka flug samdægurs.
Hver hugsar um flugvélarnar ? 1. Viðhald er unnið af fyrirtæki sér um allt viðhald á vélunum klúbbsins ásamt því er umsjónarmaður um vélar til að sjá um daglegan rekstur
Hvernig flugvélar er klúbburinn með? 1. Klúbburinn er með Cessna 172 vélar til afnota. Hvar er Flugklúbbur Íslands til húsa ? 1. Flugklúbburinn hefur félagsaðstöðu í skýli 30B í fluggörðum.
Af hverju ætti ég að kaupa mér aðild í flugklúbbi með mörgum eigendum ? 1. Hefur það sýnt sig undanfarið eftir að allur fastakostnaður hefur hækkað að betra er að margir séu um hverja flugvél, Flugklúbbur Íslands sér ákveðið hagræði í því að eiga og reka saman nokkrar flugvélar og stefnir klúbburinn að því að eiga a.m.k. 1 vél á hverja 25 félaga 2. Flugklúbbur Íslands vill bjóða upp á fjölbreytni á flugvélum þannig að félagar þurfi ekki alltaf að fljúga sömu tegund. 3. Flugklúbbur Íslands er þeirrar skoðunar að flugvélar séu best geymdar á flugi og að og að nýting á hverri flugvél klúbbsins þurfi að vera a.m.k. 250 klst á ári.
Ef ég vil selja aðild mína, hvernig gengur það fyrir sig ? 1. Flugklúbburinn hefur forkaupsrétt á félagsaðild sem til sölu er, ákveði klúbburinn að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn aðstoðar hann viðkomandi aðila við að finna kaupanda ef þörf er á.
Hvað gerist ef ég stend ekki í skilum ? 1. Allir reikningar eru skuldfærðir af greiðslukorti eða með beingreiðslum í gegnum greiðsluþjónustu viðskiptabanka okkar. Samkvæmt reglum félagsins þarf að greiða reikning innan 15 daga frá dagsetningu reiknings, gangi það ekki eftir er félaga ekki heimilt að bóka sig á flugvélar félagsins. Meðan reikningar eru ógreiddir safnast á þá dráttarvextir.
|