Prentvæn útgáfa
Skráðu þig í tölvupóstlista fly.is
Email
  

 

Fréttir

Selfossflugvöllur
Selfossflugvöllur
Flugfréttir | 04. september 2009 - kl. 12:03
Pétursbikar og flugrallý.

Keppnin fór fram Sunnudaginn 4. október. myndir frá keppninni má finna á http://danielpeturs.com/flug/petursbikar09.html

Flugrallý og lendingarkeppni verða haldin laugardaginn 19. september 2009 á Selfossflugvelli (20. til vara). Keppt er samkvæmt reglum FAI - Alþjóða flugmálafélagsins.


Reglurnar og refsistigin er hægt að sækja og lesa á vef FAI
http://www.fai.org/general_aviation/system/files/gac_airrally2009.pdf

 

Athugið að útbúnar hafa verið sérstakar leiðbeiningar með gögnum til að hægt sé að tileinka sér vinnubrögð sem nýst hafa til Íslandsmeistaratitils.

Sjá www.flugmal.is

 

GPS tæki verður í hverri keppnisvél sem skráir flugferilinn á hverri sekúndu. Stigin eru reiknuð síðan samkvæmt því. Stig af tveimur af lendingum í lendingarkeppninni eru einnig tekin í heildarstigafjöldann.

 

Keppnin er liðakeppni því í hverri vél er gert ráð fyrir flugmanni og flugleiðsögumanni (Navigator).Keppnin felst í því að keppendur fá upplýsingar um leið sem hefur 10 leggi. Fljúga þarf rétt miðað við áætlaðan hraða og eiga keppendur að fara yfir hvern beygjupunkt á ákveðnum tíma en fá refsistig fyrir hverja sekúndu sem er frávik frá flugáætluninni (leyft frávik án refsistiga er ±2 sekúndur).

Keppendur hafa myndir af öllum beygjupunktum og þurfa að merkja hvort myndin sé rétt eða röng. Eins hafa keppendur 8 myndir af fyrrihluta og 8 af seinnihluta leiðarinnar. Keppendur eiga að staðsetja myndirnar á flugferlinum.

Notaðar verða stafrænar loftmyndir í myndahluta keppninnar.

GPS tæki verða sett í hverja vél og skráir tækið staðsetningu á hverri sekúndu. Flugferillinn er síðan skoðaður og notaður til að reikna refsistigin.

Ekki má nota GPS í keppninni og verður límt yfir skjáinn á keppnistækinu sem skráir ferilinn og eins límt yfir skjáinn ef GPS tæki er í flugvélinni.

 

Keppendur eru hvattir til að koma með eigið eða útvega sér að láni Garmin GPS tæki til að nota í keppninni (hand/göngu-tæki henta best). Keppnisstjórn lánar þeim keppendum sem ekki hafa GPS tæki, en best ef keppendur koma með sjálfir.

 

Lendingarkeppni hefst eftir að síðasta vél er lent úr flugleiðsöguhluta keppninnar.

Tvær lendingar úr keppninni um Pétursbikarinn eru notaðar í Íslandsmótinu í vélflugi.

Hægt er að taka þátt í keppninni um Pétursbikarinn án þess að taka þátt í Íslandsmótinu.

 

Þátttakendur skrái sig ekki síðar en á fimmtudag fyrir kl. 20.00 með tölvupósti eða símtali við Hörð Sverrisson (hordur@live.com s:898 1894)

eða Ágúst Guðmundsson (ag@teigar.net s:897 9882)

Ekki er víst að skráningar eftir þennan tíma verði teknar gildar.

 

Áhorfendavæn keppni
Keppnin er sérlega áhorfendavæn og notuð er nýjasta tækni til þess.
Áhorfendur fylgjast með hverri vél frá byrjun og til loka flugsins.
Í samvinnu við SAGASystem á Íslandi (
www.sagasystem.is) verður tæki í hverri flugvél sem sendir staðsetninguna á hverri sekúndu.
Staðsetningin er síðan sýnd á stórum skjá í áhorfendasal á Selfossflugvelli.
Áhorfendur sjá hvar allar flugvélarnar eru staðsettar á hverjum tíma og geta því fylgst með hvernig þeim gengur í keppninni á leiðinni.
Áhorfendur hafa því betri yfirsýn yfir keppnina en keppendur sjálfir.

 

Dagskrá:

  9.00 Kaffi á Selfossflugvelli

10.00 Flugfundur þar sem farið er yfirkeppnina og keppnisreglur með keppendum

11.30 Fyrsta vél í loftið

13.20 Síðasta vél í loftið

13.30 Fyrsta vél kemur til lendingar

14.30 Síðasta vél kemur til lendingar

15.00 Lendingarkeppni og keppni um Pétursbikarinn

16.00 Keppni lokið

 

 Sjá nánar á www.flugmal.isDAP

Til baka

 

Cirrus logo
Be a pilot
Federal Aviation
AOPA
Lycoming

Flugid_logo

 

© Flugklúbbur Íslands 562-1010 - fly@fly.is - www.fly.is